Árbæjarkirkja í Reykjavík var vígð 29.mars 1987. Þá hafði verið messað í safnaðarheimilinu á neðri hæð kirkjunnar í níu ár en það var vígt 19. mars 1978. Klukknaportið og klukkurnar voru hins vegar vígð við jólamessu árið 1980. Klukkurnar eru rafstýrðar og eru staðsettar í klukknaporti sem gengið er undir við inngang kirkjunnar líkt og algengt var á öldum áður. Klukkurnar eru þrjár og sveiflast ekki heldur er hamar sem slær í þær. Því er enginn kólfur inni í klukkunum. Klukkurnar voru framleiddar af Portilla y Linares, Santander á Spáni árið 1979 og stendur á þær letrað Ano 1979 ásamt skjaldarmerki framleiðandans. Mögulega er áletrun á hinni hlið klukknanna en ekki var hægt að komast að þeim til þess að lesa hana.
Notkun
- 30 mínútum fyrir messu er stærstu klukkunni hringt í 3 mínútur.
- 15 mínútum fyrir messu er tveimur stærri klukkunum hringt í 1 mínútu.
- 5 mínútum fyrir messu er tveimur stærri klukkunum hringt í 5 mínútur.
- Við lok messu er tveimur minni klukkunum hringt í 5 mínútur.
- Á stórhátíðum er öllum þremur klukkunum samhringt í 5 mínútur við upphaf messu (en ekki bara tveimur stærri)
- Fyrir og eftir útfarir er líhringing slegin á stærstu klukkuna á 5 sekúndna fresti.
Upptökur
Myndband
Myndir
Upplýsingar
Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 17. apríl 2017
Kirkjuvörður: Arngerður Jónsdóttir
Heimildir: Arngerður Jónsdóttir og http://www.arbaejarkirkja.is/kirkjan/saga-kirkjunnar/.