Fella- og Hólakirkja var vígð á pálmasunnudag árið 1988 en fyrsta skóflustungan hafði verið tekin 6 árum áður. Í kirkjunni eru þrjár klukkur sem voru keyptar og settar upp árið 1991.
1 Þær eru vel varðar inni í klukkuturni og voru teknar í notkun við messu sunnudaginn 15. september 1991.
Notkun
Fyrir messu er klukkunum hringt 30 mín fyrr, 15 mín fyrr og svo 5 mín fyrir messu. Ekki er hring við lok messu.
Fyrir útför eru bænaslögin, 3 x 3 slög, slegin í stærstu klukkuna en ekki er hringt við lok útfarar.
Þegar hjónavígslu er lokið er ýmist slegið ört í mið klukkuna eða öllum klukkum samhringt á meðan hjónin ganga úr kirkju (hér fyrir neðan má heyra dæmi þar sem slegið er ört í mið klukkuna).
Hringingar
Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 31. janúar 2016
Kirkjuvörður: Jóhanna Freyja Björnsdóttir
- Kirkjan.is. (e.d.). Fella- og Hólakirkja. Sótt 31. janúar 2016 af http://kirkjan.is/fellaogholakirkja/sokni/kirkjubyggingin/.
- Messur: Fella- og Hólakirkja. (1991, 13. september). Dagblaðið Vísir-DV, bls. 20.