Staðarkirkja á Reykjanesi stendur rétt norðan við Reykhóla. Kirkjan var reist árið 1864 og er í umsjón Þjóðminjasafns Íslands. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur, önnur meðalstór en hin lítil. Stærri klukkan er nokkuð skrautleg og með áletruninni STØBT AF P PETERSEN KIOBENHAVN ANNO 1804 en minni klukkan er ómerkt. Fáar athafnir eru í kirkjunni og enginn fastur hringjari.
Upptökur
Athugið að þegar upptakan var gerð var nokkur vindur á svæðinu og heyrist hann hvína í trjám í kring.
Myndband
Myndir
Heimildir
Upptaka og hringjari: Guðmundur Karl Einarsson
21. júlí 2016
Aðstoð: Helga Jónsdóttir og Sigfríður Magnúsdóttir