Skarðskirkja í Reykhólaprestakalli er bændakirkja og var reist árið 1916. Í kirkjunni eru margir merkir hlutir úr eldri kirkjum sem hafa staðið á Skarði og er henni sérlega vel viðhaldið. Í kirkjunni eru tvær stórar klukkur sem er handhringt. Yngri klukkan er með hefðbundnu lagi, mikið skreytt og á henni stendur letrað SOLI DEO GLORIA. Einnig stendur á henni: HAT MICH GEMACH M.C. TROSCHELL HOFF GLOCKENGIESER IN COPENHAGEN ANNO 1761. Hin eldri og minni er fornu lagi og ómerkt. Efst á henni eru þó smáar skreytingar sem gætu verið Kristsmynd eða skjaldarmerki. Sumir hafa talið að eldri klukkan væri frá því um 1500 en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum.

Notkun

  • Fyrir og eftir messu er báðum klukkunum hringt þrisvar sinnum nokkur slög.
  • Líkhringing er hringt þegar kirkjugestir eru að ganga til kirkju og á meðan kistan er borin út (þangað til hún er komin út fyrir kirkjuna).

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Upplýsingar í þessari grein eru fengnar úr ritinu Kirkjur Íslands, 16. bindi, 2010 og frá Kristni Jónssyni, bónda á Skarði og eiganda kirkjunnar.

Hringjari: Kristinn Jónsson
Aðstoð: Jón Benediktsson
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
22. júlí 2016