Staðarfellskirkja sem nú stendur var vígð árið 1891 en áður stóðu þar nokkrar kirkjur. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur. Önnur o sú eldri er uppmjó með fornu lagi og er talið að hún sé frá því fyrir 1300. Á henni má finna rúnir en merking þeirra er [mér] ókunn. Klukkan er 38 cm í þvermál.

Yngri klukkan er merkt með ártalinu 1722 og er 40 cm í þvermál. Í vísitasíu Jóns biskups Árnasonar ann 15. september 1725 er sagt frá því að Margrét Nikuklásdóttir hafi lagt til þessa klukku sem kostaði 600. Í vísitasíu Jóns biskups Vídalín þann 16. ágúst 1718 er sagt frá því að Margrét skuli leggja kirkjunni til eina klukku sem kosti ekki minna en 12 ríkisdali. Það var til greiðslu gamallar skuldar og vegna skreytinga sem hurfu úr kirkjunni. 1

Í sáluhliði kirkjugarðsins er sömuleiðis að finna eina klukku. Sú er með sama gamla lagi og eldri klukkan í kirkjunni og líklega frá sama árabili, fyrir 1300. Klukkan er með gömlu krossmarki en ómerkt að öðru leyti. Hún er sprungin og heyrist það glöggt í hljómi hennar. Þessi klukka var áður í Hvolskirkju. 2

Notkun

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig klukkur kirkjunnar eru notaðar við athafnir en enginn fastur hringjari er í kirkjunni.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 22. júlí 2016
Aðstoð við upptöku: Jón Benediktsson
Sérstakar þakkir: Þóra Stella Guðjónsdóttir

Tilvísanir:

  1. Kirkjur Íslands, 14. bindi (2010). Hið íslenska bókmenntafélag. Staðarfellskirkja, bls. 254-255. Reykjavík.
  2. Kirkjur Íslands, 14. bindi (2010). Hið íslenska bókmenntafélag. Staðarfellskirkja, bls. 261. Reykjavík.