Hjarðarholtskirkja var reist á árunum 1896 – 1897. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur. Þrátt fyrir smæð kirkjunnar eru klukkurnar hátt uppi og erfitt að komast að þeim.

Minni klukkan og sú eldri er jafnvíð, slétt að utan og með tvo bauga ofarlega en slaghringur slær út á við neðst. Klukkukollurinn er flatur og á honum er einföld lykkja eða spaði, sem gengur inn í rambaldið. Í gegnum það hefur verið rekinn járnteinn sem heldur klukkunni uppi. Af lögun klukkunar að dæma er hún frá síðmiðöldum.

Stærri klukkan er er yngri, slétt að utan nema með baugum ofarlega, leturlaus með fjórskiptri krónu ofan á kolli. Talið er að um sé að ræða gamla skipsklukku. Klukkan er fest í rambaldið með girði og hampkaðli. Þvermál hennar er 32 cm.1

Upptökur

Myndir

Heimildir

Hringjari og upptaka: Guðmundur Karl Einarsson
4. ágúst 2016

  1. Kirkjur Íslands, 14. bindi (2009). Hið íslenska bókmenntafélag. Borgarkirkja, bls. 188. Reykjavík.
    (Athugið að svo virðist sem klukkunum sé ruglað saman í umræddri grein í Kirkjum Íslands. Það er mat höfundar Kirkjuklukkna Íslands að yngri klukkan sé sú stærri og sé 32 cm að þvermáli. Það er þó ekki hægt að staðfesta nema klifra upp að klukkunum og mæla þær.)