Safnaðarheimili Grensáskirkju var vígt árið 1972 og notað til helgihalds fram til 1996 þegar kirkjan sjálf var vígð. Kvenfélag Grensássóknar gaf kirkjunni þrjár kirkjuklukkur árið 1974 og voru klukkurnar settar upp þá um haustið. Þær voru svo teknar í notkun fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember 1974. Klukkurnar eru rafstýrðar og fylgir þeim þráðlaus fjarstýring. Á þeim stendur: Mich goss E. Gebhard OHG Kempten 1974. Gjöf frá Kvenfélagi Grensássóknar. Grensáskirkja 1974.
Notkun
Öllum þremur klukkunum er samhringt fyrir messur. Hringt er 30 mín fyrir messu, 15 mín fyrir messu og við upphaf messu. Ekki er hringt við lok messu.
Fyrir útfarir er líkhringing hringd á efstlu klukkuna í 3-5 mínútur fyrir athöfn. Ekki er hringt eftir útför.
Upptökur
Myndband
Myndir
Heimildir
- Vefsíða Grensáskirkju > Um söfnuðinn. https://grensaskirkja.is/um-sofnudinn/. Sótt 31. október 2021.
- Morgunblaðið, 15. nóvember 1975, bls. 25. Sótt af timarit.is.
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson, hvítasunnudag 31. maí 2020
Hringjari: Halldór Kristinn Pedersen