Minjasafnskirkjan var byggð árið 1846 og stóð þá að Svalbarði við Eyjafjörð. Þar var hún notuð til ársins 1957 en þá var ný kirkja vígð að Svalbarði. Kirkjan var flutt á Minjasafnið árið 1970 og komið fyrir þar sem fyrsta kirkjan á Akureyri stóð. 1

Fyrir ofan kirkjudyrnar hanga tvær klukkur. Vinstri klukkan, sú minni, er 27,5 cm í þvermál en hægri klukkan, sú stærri, er 30,5 cm í þvermál. Minni klukkan var í kirkjunni á Svalbarði en sú stærri er talin koma úr Miklagarðskirkju í Eyjafirði.2

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Upptaka og klukknahringing: Guðmundur Karl Einarsson
Aðstoð við upptöku: Einar Guðmundsson
19. júní 2020

  1. Upplýsingaskjöldur við kirkjuna.
  2. Kirkjur Íslands, 10. bindi, bls. 189. Reykjavík 2007.