Helgafellskirkja var byggð árið 1903 og vígð á nýársdag 1904.1 Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur sem eru notaðar við helgihald en sú þriðja og minnsta hangir á sönglofti. Sú er ekki notuð lengur.

Stærri klukkan í turninum er 47,5 cm í þvermál og er ómerkt. Í vísitasíu 6. júní 1857 er vísað til þess að hún sé komin í Stykkishólmsverzlunarstað.2

Minni klukkan er 33 cm í þvermál á hana er letrað: STØBT AF I.C.GAMST KIŌBENH 1805.

Litla klukkan sem hangir á söngloftinu er 18 cm í þvermál og á henni stendur: DA PACEM DOMINE IN DIEBVS NOSTRIS MDXLVII. Það má þýða sem: Gef þú Drottinn frið á vorum dögum 1547. Einnig eru stafirnir H G á klukkunni ásamt mynd af kvendýrlingi. 3

Notkun

Litla klukkan á söngloftinu er ekki notuð.

Fyrir messu eru hringd 3 x 12 slög á báðar klukkurnar í turninum.
Eftir messu eru hringd 1 x 3 slög á báðar klukkurnar í turninum.

Líkhringing er hringd á stærri klukkuna í turninum fyrir og eftir útfarir.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari á sönglofti: Hjörtur Hinriksson
Aðstoð við upptöku: Einar Guðmundsson
Upptaka, hringing í turni og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
20. júní 2021

  1. Kirkjur Kirkjur Íslands 2010. 15. bindi bls. 94.
  2. Kirkjur Kirkjur Íslands 2010. 15. bindi bls. 113-114.
  3. Kirkjur Kirkjur Íslands 2010. 15. bindi bls. 114.