Seljakirkja var vígð þann 13. desember 1987. Strax að lokinni vígslu settu nemendur Seljaskóla sér það mark, undir forystu Hjalta Jónassonar, skólastjóra, að safna nægjalegu fé til að kaupa kirkjuklukkur fyrir Seljakirkju. Það gekk á undraverðan hátt. 22. mars 1991 afhentu nemendur Seljaskóla þrjár stórar kirkjuklukkur, sem gjöf til Seljakirkju. Það er glæsilegasta og mesta gjöf, sem vitað er að unglingar hafi gefið kirkjunni sinni hér á landi. Það er dýrmætt. Mest er þó um vert um þann hug sem að baki bjó og sýnir tengsl kirkju og hverfis.

Sumarið 1995 var unnið að byggingu klukkuturnsins. 3. desember, sem það ár var fyrsti sunnudagur í aðventu, var kirkjuklukkunum hringt í fyrsta skiptið. Það gerði að sjálfsögðu Hjalti Jónasson, skólastjóri.

(Texti fenginn af vef Seljakirkju, www.seljakirkja.is)

Klukkurnar voru framleiddar árið 1990 af Engelbert Gebhard í Kemten í Þýskalandi og fluttar inn af Ásgeiri Long.

  • Stærsta klukkan vegur 494 kg og hefur tóninn a’ *
  • Mið klukkan vegur 320 kg og hefur tóninn c“ *
  • Minnsta klukkan vegur 188 kg og hefur tóninn  c“ *

Notkun klukknanna

Kirkjuklukkum Seljakirkju er hringt með rafstýringu. Klukkurnar eru staðsettar í klukknaporti utan við kirkjuna.

  • 30 mínútum fyrir messu er minnstu klukkunni hringt í 5 mínútur.*
  • 15 mínútum fyrir messu er tveimur minni klukkunum hringt í 5 mínútur.
  • 5 mínútum fyrir messu er öllum þremur klukkunum samhringt í 5 mínútur.
  • Við lok messu eru slegin þrisvar sinnum þrjú slög á stærstu klukkuna. 
  • Fyrir og eftir útför er líkhringing slegin í stærstu klukkuna með 12 sekúndna millibili í 5 mínútur.

* Fyrir sunnudagaskóla er einungis hringt kl. 10:45 (15 mínútur í) og kl. 10:55 (5 mínútur í). 

Tenglar

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 28. september 2014

Þakkir fá:

  • Freyja Helgadóttir, kirkjuvörður
  • Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju
  • Sr. Valgeir Ástráðsson, fyrrverandi sóknarprestur í Seljakirkju

* Heimild: Ásgeir Long