Verkefnið Kirkjuklukkur Íslands gengur út á að skrásetja allar kirkjuklukkur á Íslandi. Saga klukkna í hverri kirkju er skráð, gerð þeirra og uppruni. Þá eru reglur/hefðir um notkun klukknanna skráð, allar samsetningar hringinga teknar upp og klukkurnar ljósmyndaðar. Í kjölfarið ert upplýsingarnar birtar hér á vefnum kirkjuklukkur.is. Tilgangurinn er að gera upplýsingar um allar kirkjuklukkur á Íslandi aðgengilegar á einum stað.
Lýsing verkefnis
Allar kirkjur á Íslandi sem hafa klukkur verða heimsóttar. Fyrir hverja heimsókn er haft samband við kirkjuvörð eða annan forsvarsmann kirkjunnar til þess að aðstoða við skrásetningu gagna og hringingu klukkna. Skv. vefsíðunni kirkjukort.net eru kirkjur og kapellur á Íslandi 375 talsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hve margar þeirra hafa klukkur.
Eftirtalin atriði eru skrásett:
Eftir heimsóknir eru upplýsingar teknar saman og vistaðar á vefsíðunni kirkjuklukkur.is.
Gert er ráð fyrir því að söfnun gagna taki nokkur ár og munu upplýsingar því birtast jafnt og þétt á vefsíðunni eftir því sem þær berast.
Tæknibúnaður
Við framkvæmd verkefnisins er notast við myndavél og hljóðupptökutæki sem vista upplýsingar á minniskortum. Upplýsingar verða svo færðar yfir tölvu og harðan disk til varðveislu.
Vefsíðan er unnin í WordPress.
Biskupsstofa
Verkefnið er unnið í samstarfi við og með leyfi Biskupsstofu.
Umsjón verkefnis
Bakgrunnur
Undirritaður hefur starfað við æskulýðsstarf innan Þjóðkirkjunnar og KFUM og KFUK síðan 1997. Þá sem leiðtogi í 10-12 ára starfi KFUM og KFUK í Digraneskirkju (1997-2011). Á árunum 2005-2010 sem leiðtogi í æskulýðsfélaginu Meme í Digraneskirkju.
í stjórn Skógarmanna KFUM 2008-2010.
Í stjórn KFUM og KFUK á Íslandi 2009-2013.
Í stjórn Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) frá 2012.
Þá hefur undirritaður annast tæknimál í Digraneskirkju frá 2006.
Undirritaður hefur tekið að sér ýmis verkefni innan Þjóðkirkjunnar. Má þar nefna umsjón tæknimála á vormótum ÆSKR, seta í landsmótsnefnd fyrir Landsmót ÆSKÞ, skipulagning BÆNARÝ margmiðlunarguðsþjónusta, uppsetning SMS kerfis Biskupsstofu (sms.biskupsstofa.is) og sæti í ritstjórn æskulýðssöngbókarinnar Guð í þinni hendi sem kom út árið 2010. Þá hefur undirritaður sett upp vefsíður fyrir fjölmargar kirkjur og félagasamtök.
Undirritaður starfar sem flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöð Isavia á Reykjavíkurflugvelli.