Möðrudalskirkja var vígð sunnudaginn 4. september 1949. Á þeim tíma voru aðeins tveir bæir í Möðrudalssókn, Möðrudalur og Víðidalur, og var sóknin þá minnsta sókn landsins. Það var Jón Stefánsson, bóndi í Möðrudal, sem reisti kirkjuna til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur Oddsen. Þá hafði verið kirkjulaust í Möðrudal síðan 1926 sem þáverandi kirkja fauk.1 Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur. Önnur þeirra, sú minni hangir uppi en sú stærri liggur á gólfinu í turninum.

Minni klukkan er 18 cm í þvermál. Hún er með nokkra skrauthringi en ómerkt.

Stærri klukkan, sú sem liggur á gólfinu, er 22 cm í þvermál. Á hana er letrað ORION.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Upptaka og hringing: Guðmundur Karl Einarsson
Aðstoð við upptöku: Helga Jónsdóttir
14. júlí 2021

  1. Kirkjublaðið, 12. september 1949. Sótt á timarit.is. https://timarit.is/page/7744467?iabr=on.