Glerárkirkja var vígð þann 6. desember 1992 en hlutar hennar höfðu þó verið í notkun síðan 1987. Árið 1988 var farið að huga að kirkjuklukkum og snemma árs 1989 voru kynnt tilboð í þær. Eftir að búið var að hlusta á nokkrar klukkur af segulbandi, stóð ein tegund eftir og var gengið frá pöntun á henni seinna það ár. Klukkurnar voru keyptar frá Dansk kirkeklokketeknink og kom allur búnaður frá Danmörku. Klukkurnar sjálfar voru hins vegar steyptar í Hollandi og eru þrjár talsins. Sérfræðingur frá seljanda kom til að setja þær upp og var þeim hringt í fyrsta sinn 2. september 1990.1 Klukkurnar eru staðsettar í porti hátt yfir kirkjuskipinu. Þær eru illaðgengilegar og því eru ekki nærmyndir af þeim hér á vefnum. Í september 2002 var svo þak byggt yfir klukknaportið.

Stærð klukknanna er þessi:

  • Stærsta. Þyngd: 690 kg. Þvermál: 104 cm.
  • Mið. Þyngd: 400 kg.
  • Minnsta . Þyngd: 285 kg. 2

Notkun

  • 30 mín fyrir messu er minnstu klukkunni hringt í eina mínútu.
  • 15 mín fyrir messu er tveimur minnstu klukkunum hringt í eina mínútu.
  • Við upphaf messu er öllum þremur klukkunum samhringt í þrjár mínútur.
  • Við lok messu er öllum þremur klukkunum samhringt í þrjár mínútur.
  • Við lok hjónavígslu er slegið ört á miðklukkuna.
  • Fyrir útför er líkhringing hringd í 3 mínútur. Að henni lokinni eru stundaslögin hringd og svo bænaslögin (3 x 3 slög)
  • Við lok útfarar er líkhringing hringd frá því að burðarmenn byrja að snúa kistunni og þar til hún er komin í bílinn.

Klukkurnar slá stundaslög á heila tímanum.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 24. og 25. júlí 2016
Kirkjuvörður: Hermann Ragnar Jónsson
Þakkir: Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson

  1. Glerárkirkja.is (e.d.). Saga kirkjunnarhttp://www.glerarkirkja.is/is/kirkjan/saga-kirkjunnar. Sótt 26. júní 2017 af .
  2. Kirkjuklukkur teknar í notkun í Glerárkirkju. (5. september 1990). Morgunblaðið, bls. 26.