Grundarkirkja var byggð árið 1904. Kirkjan er einkar stór og glæsileg og var byggt af Magnúsi Sigurðssyni. Í turni hennar eru tvær klukkur sem er handhringt:

  • Minni klukkan er 49 cm í þvermál. Á hana stendur letrað: GRUNDARKIRKJA BYGÐ 1904 AF MAGNÚSI SIGURÐSSYNI
  • Stærri klukkan er 53 cm í þvermál. Sama áletrun er á henni en einnig hafa fjölmörg nöfn verið skrifuð á klukkuna með tússpenna.

Klukkurnar komu báðar frá Danmörku og kostuðu 500 krónur án rambalda.1.

Notkun

Messur

  • 1o mín fyrir upphaf messu: 7 slög á minni klukkuna.
  • 5 mín fyrir upphaf messu: 7 slög á minni klukkuna
  • Upphaf messu: Báðum klukkum samhringt 9 sinnum.
  • Lok messu: 3 slög á minni klukkuna

Við upphaf fermingarathafna er báðum klukkum samhringt lengur (allt að 20 sinnum) á meðan fermingarbörnin ganga inn.

Útfarir

  • Líkhringing á minni klukkuna fyrir og eftir útför.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Níels Helgason
Aðstoðarhringjari og myndir: Guðmundur Karl Einarsson
Hljóðupptaka: Eyþór Ingi Jónsson

17. júlí 2021

  1. Kirkjur Íslands, 10. bindi. Bls. 89