Hríseyjarkirkja var vígð 26. ágúst 1928 en þá hafði engin kirkja verið í Hrísey um langt skeið þó þar hafi kirkjur verið áður. Í turni kirkjunnar eru tvær stórar klukkur sem keyptar voru árið 1928 og er þeim handhringt. Til þess að auðvelda hringingu eru lóð á móti hringiköðlunum og hefur það þau áhrif að klukkurnar hringja virðulega með nokkuð jöfnu bili. Í sáluhliði í kirkjugarðinum er ein klukka.
Notkun
- 30 mín fyrir messu er stærri klukkunni hringt 12 x 3 slög.
- 15 mín fyrir messu er stærri klukkunni hringt 9 x 3 slög.
- Við upphaf messu er báðum klukkum hringt 6 x 3 slög.
- Við lok messu er stærri klukkunni hringt 3 x 3 slög.
- Þegar kista kemur til eyjarinnar er líkhringing slegin á stærri klukkuna. Hringing hefst þegar kistunni er lyft af bíl/vagni fyrir neðan kirkjutröppurnar og hringt er þar til kistan er komin inn í anddyri kirkjunnar.
- Að útför lokinni er hringt á meðan kistan er borin úr kirkju og þar til hún er komin á bíl/vagn.
Upptökur
Myndband
Myndir
Heimildir
Hringjari: Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar.
Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson
25. júlí 2016.
Þegar upptakan var gerð þann 25. júlí 2016 gafst ekki tími til að fara að kirkjugarðinum til þess að taka upp hringingu í sáluhliðinu.