Kaupangskirkja var byggð árið 1922 en endurvígð eftir endurbætur árið 19881. Í turni kirkjunnar eru tvær kirkjuklukkur sem er handhringt.
Stærri klukkan er 36,5 cm í þvermál að neðan. Öðru megin stendur á henni CERES OF HULL 1870 og hinu megin LECKIE, WOOD & MUNRO. BUILDERS. ABERDEEN. Má slá því föstu að klukkan hafi verið í skipinu Ceres sem smíðað var í Hull og sjósett þann 13. júní 1870. Skv. upplýsingum sem undirritaður fann á vefnum fórst skipið í Kattegat þann 18. nóvember 1882 þegar það var á leið frá Hull til Riga2.
Minni klukkan er 29,5 cm í þvermál að neðan og er ómerkt.
Notkun
Fyrir og eftir messu er stærri klukkunni hringt þrisvar sinnum þrjú slög.
Fyrir og eftir guðsþjónustu á sérstökum hátíðum (s.s. jól, páskar og fermingar) er báðum klukkunum samhringt.
Líkhringing, 7 slög, eru slegin á stærri klukkan við upphaf og lok útfara. Ef aðstandendur óska er einnig hringd líkhringing þegar kista kemur til kirkju eða ef jarðsett er í kirkjugarðinum en jarðsungið frá annarri kirkju.
Upptökur
Myndband
Myndir
Heimildir
Hringjari: Hansína María Haraldsdóttir, formaður sóknarnefndar.
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson, 23. apríl 2021.
Aðstoð við upptöku: Jón Jóel Benediktsson.
- Dagur – 163. tölublað (31.08.1988). Sótt af timarit.is.
- Clydeships.co.uk. Upplýsingar sóttar 15. janúar 2023. https://www.clydeships.co.uk/view.php?ship_listPage=13&a1Order=Sorter_owner_1&a1Dir=ASC&a1Page=2737&ref=56779&vessel=CERES.