Miðgarðakirkja í Grímsey var byggð árið 1867. Hún brann til grunna þann 21. september 2021. Með henni eyðilögðust tvær kirkjuklukkur sem fengnar voru úr Siglufjarðarkirkju. Minni klukkan var með mikilli áletrun, steypt í Kaupmannahöfn árið 1799. Stærri klukkan var frá 1862. 1
Í kjölfar brunans var hafist handa við að byggja nýja kirkju í Grímsey. Þegar safnað var fyrir klukkuspili í Hallgrímskirkju gáfu ýmis fyrirtæki, félagssamtök og einstaklingar klukkur til spilsins og eru þær merktar gefanda. Ein klukkan, tvístrikað dís, er merkt: Frá Grímseyingum. Gefandi V.F. og var það Vigfús Friðjónsson, síldarsaltandi, útgerðar- og athafnamaður sem gaf klukkuna. Í kjölfar brunans tók sóknarnefnd Hallgrímssóknar þá ákvörðun að endurgjalda gjöfina og var efnt til söfnunar fyrir nýjum kirkjuklukkum í Miðgarðakirkju. Tvær kirkjuklukkur voru keyptar frá Royal Eijsbouts í Hollandi. Þær voru afhjúpaðar og blessaðar á páskadagsmorgunn 9. apríl 2023.
Á báðum klukkunum stendur efst EIJSBOUTS ASTENSIS ME FECIT MMXXII sem þýðir Eijsbouts í Astensis gerði mig 2022. Einnig stendur á þeim: 1799 1852 2021 2023 Hljómar frá heimskautsbaug. Frá Hallgrímssöfnuði og vinum.
- Stærri klukkan er 36,6 cm í þvermál og vegur um 35 kg. Á henni stendur, auk textans hér fyrir ofan: HJARTANLEG ÁSTAR ÞAKKARGJÖRÐ HP Ps. 3
- Minni klukkan er 31,7 cm í þvermál og vegur um 32 kg. Á henni stendur, auk textans hér fyrir ofan: BÆNIN MÁ ALDREI BRESTA ÞIG HP Ps. 4
Upptökur
Myndir
Heimildir
Ljósmynd af gömlu Miðgarðakirkju: María Helena Tryggvadóttir (birt með leyfi ljósmyndara)
Ljósmyndir í anddyri Hallgrímskirkju og upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 31. júlí 2023