Í dag, laugardaginn 5. apríl 2014, kom ég við í Húsafellskapellu. Hún stendur á bænum Húsafelli og var vígð árið 1973 (sjá á kirkjukort.net). Ég bankaði upp á bænum til að kanna hvort þar hefði einhver reynslu af að hringja klukkunni sem er í kapellunni. Það var ekki þannig að ég endaði á að reyna sjálfur.
Ég hef í raun aldrei hringt kirkjuklukku þannig að þetta var nokkurs konar frumraun. Og ekki var hún góð. Aðdáun mín á góðum hringjurum jókst til muna því mér var lífsins ómögulegt að ná fallegum þremur hringingum í röð. Það er alveg á hreinu að við fyrsta tækifæri mun ég fá reyndan hringjara til þess að segja mér til og gefa mér innlit í listina.
En afraksturinn á samt heyra hér. Þar má heyra hvernig klukkan hljómar og eins litla klukkan í sáluhliðinu. Svo getur vel verið að maður komi við hér seinna þegar hæfileikarnir verða orðnir meiri.