Í gær, fimmtudaginn 22. nóvember, heimsótti ég Hallgrímskirkju í því skyni að skrásetja klukkurnar, taka myndir og mæla þær. Ég fékk góða aðstoð frá Boga Benediktssyni, kirkjuverði, og færi ég honum bestu þakkir fyrir.
Hann spilaði fyrir mig tvö lög á klukkuspilið: Ísland ögrum skorið og Yfir voru ættarlandi.