Þjóðin vakin kl. 07:15

Verkefnið Á allra vörum hófst formlega í gær, 1. september. Að þessu sinni nýt­ur „Eitt líf“ stuðnings­ins. Þar hef­ur verið unnið óhefðbundið for­varn­ar­starf í grunn­skól­um lands­ins, sem vakið hef­ur mikla at­hygli. Starf­sem­in hófst eft­ir lát ungs drengs, Ein­ars Darra, í maí 2018, og bygg­ist á því að fræða börn og ung­menni, for­eldra þeirra og kenn­ara um þá hættu sem fylg­ir neyslu vímu­efna og lyf­seðils­skyldra lyfja. Þjóðkirkjan tók þátt í verkefninu með þeim hætti að kl. 07:15 að morgni mánudagsins 2. september 2019 var kirkjuklukkum landsins hringt til þess að vekja þjóðina með táknrænum hætti. Langholtskirkja var meðal þeirra kirkna sem tóku þátt í verkefninu og hringdi stundvíslega kl. 07:15.