Viðgerð hafin á klukkum Hallgrímskirkju
Eins og fram hefur komið hafa kirkjuklukkur Hallgrímskirkju verið hljóðar í nokkra mánuði vegna bilunar. Þó sá sr. Sigurður Árni Þórðarson sóknarprestur til þess að nýtt ár væri hringt inn þegar hann klifraði í turninn ásamt syni sínum á miðnætti á gamlárskvöld og barði klukkurnar. Nú er hafin viðgerð á klukkuspilinu og eru það starfsmenn Héðins sem sjá um hana. Vonir standa til að þeirr viðgerð ljúki í næstu viku. En til þess að gera við sjálfar kirkjuklukkurnar þarf að senda búnað til Hollands og verður það gert á árinu. Stefnan er þó sett á að hægt verði að hringja inn árið 2018 með lagfærðum búnaði. Ljósmyndir: Sr. Sigurður Árni Þórðarson
Afritaðu og límdu þessa vefslóð í WordPress vefinn þinn til þess að fella inn
Afritaðu og límdu þennan kóða yfir í vefinn þinn til þess að fella inn