Staðarbakkakirkja var reist árið 1890. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur. Klukkurnar eru nánast eins, önnur er 35 cm í þvermál en hin er 34 cm í þvermál. Klukkurnar voru steypar árið 1749 úr þremur eldri klukkum, einni stórri og tveimur minni, en sú stóra var þá sprungin. Þorsteinn Pétursson prófastur lét steypar þær.1

Notkun

  • 30 mínútum fyrir messu er annarri klukkunni hringt 12 x 3 slög
  • 15 mínútum fyrir messu er annarri klukkunni hringt 6 x 3 slög
  • Við upphaf messu er báðum klukkunum samhringt 12 x 3 slög
  • Við lok messu eru annarri klukkunni hringt 3 x 3 slög
  • Við upphaf útfarar er annarri klukkunni hringt 3 x 3 slög en með lengra bili á milli slaga en við messu
  • Við lok útfarar er líkhringing hringd á annarri klukkunni með u.þ.b. 3 sek millibili frá því kistunni er lyft upp og þar til hún er komin að gröfinni.

Upptökur

Myndir

Heimildir

Hringjari: Rafn Benediktsson
Sérstakar þakkir: Sr. Magnús Magnússon
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
23. júlí 2016

 

  1. Kirkjur Íslands, 7. bindi (2006). Hið íslenska bókmenntafélag. Staðarfellskirkja, bls. 220-221. Reykjavík.