Þingeyrakirkja var vígð þann 9. september 1877. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur:
- Stærri klukkan er 58 cm í þvermál.
Á annarri hliðinni stendur: Me fecit Joh. Barthold Holtzmann Hafnia. Ao 1752.
Á hinni hliðinni stendur: 1911. Asgeir Einarsson. Gudbrandur Vigfússon. V. VOSS & SOHN STETTIN. No 1943. - Minni klukkan er 39 cm í þvermál.
Á henni stendur: STÖBT AF II RITZMANN KIÖBENHAVN ANNO 1834.
Stærri klukkan var steypt árið 1911 og kom þá í stað eldri klukku sem rifnaði við hringingu á nýársdag árið 1898. Sú sem rifanði var steypt af Joh. Berthold Holtzmann í Kaupmannahöfn árið 1752 og ber nýja klukkan einnig þá áletrinu á annarri hliðinni. Á hinni hliðinni standa, auk ártals, nöfn þeirra Ásgeirs Einarssonar, bónda á Þingeyrum sem reisti kirkjuna, og Guðbrands Vigfússonar. Guðbrandur þessi var doktor í Oxford á Englandi og lést árið 1889. Hann gaf kirkjunni bókasafn sem var tilefni þess að nafn hans er á klukkunni. Gamla klukkan, sú sem rifnaði 1898, var seld árið 1911 til þess að fjármagna nýja klukku.1
Minni klukkan var steypt í Kaupmannahöfn árið 1834. Heimildir herma að tvær eldri rifnar klukkur hafi gengið upp í kaupin á henni þegar hún var steypt.2
Í Undirfellskirkju er klukka úr Þingeyrakirkju sem steypt var árið 1527. Klukkan var lánuð þangað eftir bruna í Undirfellskirkju árið 1913. Jafnframt er önnur klukka úr Þingeyrakirkju í Kirkjuhvammskirkju en sú var steypt árið 1705.3
Notkun
- Við upphaf messu er báðum klukkum samhringt 3 x 12 slög.
- Við lok messu eru slegin 3 x 3 slög á stærri klukkuna.
- Þegar kista er borin til kirkju fyrir útför er líkhringing slegin á stærri klukkuna.
- Þegar kista er borin úr kirkju við lok útfarar er líkhringing slegin á stærri klukkuna.
Upptökur
Myndband
Myndir
Heimildir
Hringjari: Steingrímur Ingvarsson
Formaður sóknarnefndar: Björn Magnússon
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
18. júlí 2021