Hvalsneskirkja var vígð á jóladag árið 1887. Í kirkjunni eru tvær klukkur sem báðar voru í Hvalsnesi áður en núverandi kirkja var byggð. Klukkunum er báðum handhringt.
Sú minni er 32 cm í þvermál og á hana er letrað I CH GAMST KHVN 1819 og T IONSEN/HVALSNEES. Klukkan var steypt í Kaupmannahöfn af Gamst og er talið líklegt að hún hafi verið keypt fyrir þá kirkju sem var vígð í Hvalsnesi árið 1921. Nafn Tómasar Jónssonar á klukkunni bendir til að hann hafi greitt fyrir klukkuna.
Stærri klukkan er 37 cm í þvermál og er ómerkt. Skv. heimildum var klukkan gefin í Hvalsneskirkju árið 1875 og kostaði hún þá 58 ríkisdali.
Notkun
- Fyrir og eftir messu eru slegin þrjú slög á litlu klukkuna.
- Fyrir og eftir útför eru slegin þrisvar sinnum þrjú slög á litlu klukkuna.
- Við jarðsetningu eru slegin þrisvar sinnum þrjú slög á báðar klukkurnar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að kirkjugarðurinn stendur í nokkurri fjarlægð frá kirkjunni og með þessum hætti heyrist betur í klukkunum fjarri kirkjunni.
Upptökur
Myndband
Myndir
Heimildir
Kirkjur Íslands, 11. bindi, gefið út í Reykjavík árið 2008. Bls. 42-43.
Hringjari: Jón Ben Guðjónsson
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
17. mars 2020