Fyrsta skóflustungan að Vídalínskirkju var tekin þann 23. mars 1991 og var kirkjan vígð þann 30. apríl 1995. Hún er kennd við Jón biskup Vídalín í Görðum. Í kirkjunni eru þrjár klukkur sem voru teknar í notkun við vígslu kirkjunnar. Klukkurnar eru steyptar hjá John Taylor & Co í Loughborough í Englandi en stýribúnaður kemur frá Bodet Campanaire í Frakklandi. Klukkurnar eru í turni kirkjunnar en eru aflokaðar með plexigleri. Það verndar þær fyrir veðri auk þess að draga úr hávaða þar sem íbúabyggð er þétt við kirkjuna.
Á klukkunum stendur O REX GLORIAE VENI CUM PACEM sem þýðir Konungur dýrðarinnar, kom með friði. Jafnframt er á klukkunum áletrunin Vídalínskirkja 1995 með krossmarki ásamt skjaldarmerki John Taylor & Co. Hamar er á stærstu klukkunni til þess að hringja líkhringingu.
- Minnsta klukkan. Þyngd: 280 kg. Þvermál: 78 cm. Tónn: C
- Miðju klukkan: Þyngd: 400 kg. Þvermál: 88 cm. Tónn: Aís
- Stærsta klukkan: Þyngd: 700 kg. Þvermál: 104 cm. Tónn: G
Notkun
- 30 mínútum fyrir messu er minnstu klukkunni hringt í 5 mínútur.
- 15 mínútum fyrir messu er tveimur minnstu klukkunum hringt í 5 mínútur.
- Við upphaf messu er öllum þrem klukkunum samhringt í 5 mínútur.
- Við lok útfarar er líkhringing hringd á stærstu klukkuna í 5 mínútur.
Upptökur
Myndband
Myndir
Heimildir
Kirkjuvörður: Þórunn Birna Björgvinsdóttir
Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson
22. október 2017
Við upptöku þann 22. október 2017 var miðklukkan óvirk.