Safnkirkjan á Árbæjarsafni var reist á árunum 1960 – 1961. Hún er m.a. smíðuð úr við kirkju sem stóð á Silfrastöðum í Skagafirði á árunum 1842 – 1896. Eftir það var viðurinn notaður í baðstofu sem sína var tekin niður 1959 og viðurinn fluttur á Árbæjarsafn. Kirkjan er með sama lagi og Víðamýrarkirkja í Skagafirði enda var það sami kirkjusmiður, Jón Samsonarson, sem byggði bæði Víðimýrarkirkju og kirkjuna á Silfrastöðum.
Fritz Homann klukkan kom úr þýskum togara sem eftir nokkrar nafnbreytingar var höggvinn upp í Reykjavík árið 1937, nefndist þá Geysir BA10.
(Ofangreindar upplýsingar eru fengnar frá Árbæjarsafni en hann er úr ritinu Kirkjur Íslands, 19. bindi, Friðaðar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmum)
Notkun
Klukkunum eru hringt við athafnir, hvort sem er hjónavígslur eða guðsþjónustur. Aðrar athafnir eru sjaldgæfar í kirkjunni. Klukkunum er þá hringt á þann hátt að þrjú slög eru slegin í hverja klukku eins og heyra má á upptökunni hér fyrir neðan.
Upptaka
Myndband
Myndir
Heimildir
Hringjari: Anna Dís Arnarsdóttir
Upplýsingar: Sigurlaugur Ingólfsson og Gerður Eygló Róbertsdóttir
Aðstoð: Helga Jónsdóttir
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson, 22. júní 2016
- Upplýsingaspjald við kirkjuna á Árbæjarsafni.
- L.S. (Lárus Sigurbjörnsson?): Torfkirkjan í Árbæ. Vísir 23. desember 1960, 1 og 5.
- Jón Björnsson: Íslensk skip II, 157; ÞÍ. Siglingamálastofnun. Skipaskrár BA10.
- Munaskrá Minjasafns Reykjavíkur, safnnúmer 1860.
- Dagur 23. mars 1910, 192.
- Munaskrá Minjasafns Reykjavíkur, safnnúmer 1861. Ragnar Severin Haldorsen (18961974) var lengst af verkamaður við Reykjavíkurhöfn og bjó alla sína ævi á Laugavegi 21.
- Kristinn Helgason: Skipsströnd í V.Skaftafellssýslu 18981982. Dynskógar 8, 2001, bls. 4546.