Bjarnaneskirkja var vígð árið 1976. Kirkjuklukkan hangir framan við kirkjuna. Klukkan er frá árinu 1911 og var áður í gömlu Bjarnaneskirkjunni við Laxá. Öðru megin stendur á hana letrað Bjarnarnes kirkja 1911 en hinu megin stendur Gegossen Von C. Voss und sohn Stettin. No. 1956. Klukkunni er handhringt.
Bjarnaneskirkjugarður við Laxá er um 1 km frá Bjarnaneskirkju. Í sáluhliði garðsins er ein klukka án áletrunar.
Notkun
Klukkunni er hringt við eftirfarandi athafnir:
- Upphaf og lok messu: 3 x 3 slög
- Kista borin til kirkju og kistulagning: líkhringing
- Upphaf útfarar: 3 x 3 slög
- Lok útfarar: líkhringing
- Bænastundir: 3 x 3 slög
Klukkunni í sáluhliðinu í Bjarnaneskirkjugarði við Laxá er hringt 3 x 3 slög þegar gengið er í gegnum sáluhlið með kistu inn í garðinn.
Upptökur
Myndir
Heimildir
Hringjari, upptaka og ljósmyndir: Sr. Gunnar Stígur Reynisson
25. október 2019