Saga klukknanna

Núverandi Landakirkja í Vestmannaeyjum var reist á árunum 1774-1778 en áður stóðu þar eldri kirkjur.

1 Í Landakirkju í Vestmannaeyjum eru tvær kirkjuklukkur. Sú eldri er síðan 1617 en sú yngri síðan 1743. Á eldri klukkunni er að finna þessa latnestu áletrun: “Verbum domini manet in æternum. Hans Kemmer me fecit 1617” en á íslensku þýðir hún: „Orð Guðs varir að Eilífu — Hans Kemmer gerði mig 1617.“ Á yngri klukkuna eru ritaðar ljóðlínur á dönsku.
2

Þegar Tyrkjaránið var framið í Vestmannaeyjum árið 1627 var kirkjan þar brennd en sem betur fer tókst að koma klukkunum undan. Á þeim tíma átti kirkjan tvær klukkur, klukkuna frá 1617 og aðra eldri. Þeirri eldri var reyndar stolið úr kirkjunni árið 1614 þegar sjóræningjar rændu kirkjuna. Þeir buðu hana síðar til sölu í Englandi en þar sem klukkan var merkt Landakirkju í Vestmannaeyjum komst upp um þjófana. Englandskonungur lét þá senda klukkuna aftur til Vestmannaeyja en ræningjarnir voru dregnir fyrir dóm og teknir af lífi.

3

Talið er að eldri klukkan, sú sem send var til baka frá Englandi, hafi verið seld árið 1743 fyrir 68 ríkisdali og ný klukka keypt í staðinn.

4 Klukkurnar í Landakirkju voru stærstu kirkjuklukkur á Íslandi allt þar til klukkurnar í Landakotskirkju í Reykjavík voru settar upp. Klukkunum var handhringt til ársins 1968 þegar Ásgeir Long setti upp rafmagnshringibúnað.

Helgina 10 – 11. desember 2005 kom sprunga í yngri klukkuna þegar verið var að hringja við athöfn. Óttuðust menn að klukkan væri ónýt.

5 Sem betur fer reyndist unnt að gera við klukkuna en hún var send til Belgíu þar sem klukkan var hreinsuð, hituð upp og brætt í sprunguna.
6 (Líklega hefur það þó verið Royal Eijsbouts í Hollandi sem gerði við klukkuna.)

Upptökur

Myndir

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 15. apríl 2015

Sérstakar þakkir: Gísli Stefánsson og Eva Björk Valdimarsdóttir.

Heimildaskrá

  1. Kirkjukort.net. (e.d.). Landakirkja. Sótt 18. apríl 2014 af http://kirkjukort.net/kirkjur/landakirkja_0215.html.
  2. Einar H. Eiríksson. (1969). Landakirkja. Framsóknarblaðið, Jólin 1969, 10.
  3. Sigfús M. Johnsen. (1965). Jólaminningar. Fylkir, 18. tölublað – jólablað, 17.
  4. Sigfús M. Johnsen. (1953). Landakirkja í Vestmannaeyju. Fálkinn, 47.-49. tölublað, 32.
  5. Kirkjuklukkan hljóðnaði. (2005, 16. desember). Morgunblaðið, bls. 24.
  6. Gert við kirkjuklukkuna í Belgíu. (2006, 4. febrúar). Morgunblaðið, bls. 24.