Stafafellskirkja var vígð árið 1866. Í kirkjunni eru tvær klukkur sem hanga á lofti fremst í kirkjunni. Sú eldri er frá árinu 1884 en talið er að sú yngri sé frá því um 1900. Klukkurnar eru án merkinga og jafn stórar, 31,2 cm í þvermál. Í vísitasíu vígslubiskups kemur fram að klukkustrengur hafi lengi verið með arnarklóm sem nú eru horfnar.
Notkun
- Við upphaf messu eru báðum klukkum hringt 3 x 3 slög. Sömuleiðis við lok messu.
- Við upphaf útfarar er slegin 3 x 3 slög í aðra klukkuna.
Upptökur
Myndir
Heimildir
- Kirkjur Íslands, 23. bindi 2014. Bls. 363.
- Sr. Gunnar Stígur Reynisson.
Hringjari og upptaka: Sr. Gunnar Stígur Reynisson, 14. janúar 2019.