Bjarnarhafnarkirkja var byggð á árinum 1856 – 1860.1 Á lofti kirkjunnar eru tvær klukkur:

  • Sú stærri er 40 cm í þvermál og á hana stendur letrað GUDMUNDER SIVERTSEN. ANNO 1741. Mun þar vera vísað til Guðmundar Sigurðssonar, sýslumanns á Ingjaldshóli.2
  • Minni klukkan er 36 cm í þvermál og er ómerkt. Hönnun klukkunnar bendir til að hún hafi verið gerð sem skipsklukka. Talið er líklegt að til klukkunnar sé vísað í vísitasíu árið 1835 en þar er sagt frá lítilli klukku sem Oddur Hjaltalín, fjárhaldsmaður kirkjunnar, gaf. Árið 1911 er þó vísað til klukkunnar sem „nýlegrar“.3

Notkun

Fyrir athafnir eru slegin þrjú slög á stóru klukkuna og þrjú slög á litlu klukkuna. Stundum er einnig hringt eftir athafnir.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Kristján Hildibrandsson
Upptaka, ljósmyndir og myndband: Guðmundur Karl Einarsson
30. júlí 2021

  1. Kirkjur Íslands, 15. bindi, bls. 19-21.
  2. Kirkjur Íslands, 15. bindi, bls. 40.
  3. Kirkjur Íslands, 15. bindi, bls. 40.