Dagverðarneskirkja var byggð 1934. Hún var endursmíðuð úr viði kirkjunnar sem Stefán Björnsson snikkari smíðaði 1848-1849. (Heimild: kirkjukort.net). Í kirkjunni eru tvær kirkjuklukkur sem staðsettar eru á kirkjulofti ofan við innganginn. Engar þverspýtur eða kaðlar eru festar við rambaldana og því sveiflast þær ekki. Þess utan liggur loftklæðning ofan á ramböldum. Klukkunum er því hringt með því einfaldlega að slá kólfunum í klukkurnar.
Sú aðferð gefur hringjara meiri möguleika á að stýra hringingum en það er þó á kostnað hljómfegurðar.
Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 18. ágúst 2014
Aðstoð við upptöku: Helga Jónsdóttir
Sérstakar þakkir: Guðrún Ingvarsdóttir og Selma Kjartansdóttir, formaður sóknarnefndar.