Ólafsvíkurkirkja var vígð 19. nóvember 1967 og er sögð fyrsta kirkjan á Íslandi með „nútíma lagi“. Í kirkjunni eru þrjár stórar klukkur framleiddar af Engelbert Gebhard í Kemten í Þýskalandi. Ásgeir Long annaðst uppsetningu klukknanna.

Stærsta klukkan vegur 330 kg og hefur tóninn b’. Mið klukkan vegur 205 kg og hefur tóninn des“. Minnsta klukkan vegur 150 kg og hefur tóninn es“.

Þegar kirkjan var byggð voru klukkurnar staðsettar í turni kirkjunnar og var þá strax rafhringt með búnaði frá Philipp Hörz. Viðhald við klukkurnar var þó erfitt og því var klukknaport byggt árið 1990 og klukkurnar færðar þangað. Nýja portið var vígt 25. nóvember 1990.

1.

Árið 2001 var settur upp nýr rafhringibúnaður frá Clock -o- matic í Belgíu. Eftir þá yfirferð hringdu klukkurnar kl. 12 á hádegi og kl. 18 síðdegis en því hefur verið hætt síðan.

2

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 3. júlí 2015.
Aðstoð: Sr. Óskar Ingi Ingason sóknarprestur og Helga Jónsdóttir.

Í upptökunni má greina bergmál sem barst úr fjöllunum ofan við bæinn. Upplifunin að hlusta á klukkurnar var því mögnuð.

Heimildaskrá

  1. Nýtt klukknaport í Ólafsvík. (1990, 6. desember). Morgunblaðiðbls. 69
  2. Klukknahljóm, klukknaljóm. (2001, 11. október). Morgunblaðið, bls. 21