Staðarhólskirkja í Saurbæ í Dölum var vígð þann 3. desember 1899. Elstu heimildir um kirkju í Saurbæ eru um Staðarhólskirkju og Hvolskirkju frá því um 1200.
Í kirkjunni eru tvær klukkur. Önnur þeirra, sú minni, er merkt Torsteiren Thordarson Anno 1691 en hin, sú stærri, er ómerkt. Upphaflega virðast báðar klukkurnar hafa verið festar í sama rambaldinn og þannig hringt samtímis þegar togað var í einn kaðal. En nú er minni klukkan fest með járngjörð við rambaldinn en sú stærri er kyrfilega fest enn. Því hefur verið brugðið á það ráð að nota rafmagnsvíra sem festir eru í kólfa klukknanna til þess að hringja þeim. Það gefur hringjara betri stjórn á klukkunum en þó verður að viðurkennast að hljómurinn verður ekki eins fallegur.
Þegar upptakan var gerð var nokkur gola og því var upptökutæki staðsett í anddyri kirkjunnar. Bönd í fánastöngum koma þó inn á upptökuna.
Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson 18. ágúst 2014
Aðstoð við upptöku: Helga Jónsdóttir
Sérstakar þakkir: Guðrún Ingvarsdóttir og Hugrún Reynisdóttir, formaður sóknarnefndar